• sun. 14. okt. 2007
  • Landslið

Sigur hjá U19 karla gegn Belgum

Byrjunarlið Íslands hjá U19 karla í leik gegn Englendingum í riðlakeppni EM í október 2007
U19_karla_England_oktober_2007

Íslendingar unnu Belga í kvöld í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn er leikinn í Englandi.  Lokatölur urðu 3-1 fyrir Íslendinga eftir að staðan hafði verið 2-1 í hálfleik.  Íslendingar leika gegn Rúmenum á miðvikudaginn síðasta leik sinn í riðlinum.

Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslendingum yfir á 2. mínútu og ellefu mínútum síðar bætti Kristinn Jónsson öðru marki við.  Belgar minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar.  Eftir þessa fjörugu byrjun róaðist leikurinn heldur og staðan var 2-1 Íslendingum í vil þegar flautað var til hálfleiks.

Baráttan var mikil í seinni hálfleik en það voru Íslendingar sem voru sterkari og á 79. mínútu skoraði Jósef Kristinn Jósefsson þriðja mark Íslendinga og tryggði þar með góðan sigur okkar stráka.

Íslendingar leika lokaleik sinn í riðlinum á miðvikudaginn þegar þeir mæta Rúmenum.  Íslendingar eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum en tvö lið komast áfram í milliriðla.

Riðillinn