• þri. 27. nóv. 2007
  • Landslið

Dregið í milliriðla EM hjá U17 og U19 kvenna 11. desember

Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.
Islensku_U19_hopurinn

Í U19 er Ísland í efsta (A) styrkleikaflokki ásamt Þýskalandi, Noregi, Danmörku Finnlandi og Írlandi.
Þegar dregið verður fær Ísland eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki:
B:  Spánn, Skotland, England, Ungverjaland, Svíþjóð og Ítalía
C: Rússland, Austurríki, Úkraína, Hollandi, Belgía og Sviss
D: Tékkland, Pólland, Serbía, Hvíta-Russland, Portúgal og Rúmenía

Riðlakeppnin fer fram 24.-29. apríl 2008.  Sigurvegarar riðlanna (6), liðið með bestan árangur í 2. sæti og Frakkar (gestgjafar) fara í úrslitakeppnina sem fram fer í Frakklandi í júlí 2008.

Í U17 er Ísland í öðrum (B) styrkleikaflokki ásamt Svíþjóð, Skotlandi og Hollandi.
Þegar dregið verður fær Ísland eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki:
A:  Frakkland, Þýskaland, Finnland og England
C:  Tékkland, Sviss, Danmörk og Noregur
D:  Írland, Belgía, Pólland og Rússland

Eftir dráttinn í desember verður ákveðið hvar og hvenær milliriðlarnir (eiga að klárast fyrir miðjan apríl 2008) fara fram.  Sigurvegarar riðlanna fara í 4ra liða úrslitakeppni sem fram fer í maí 2008.

Við sama tækifæri verður dregið í forkeppni hjá U17 og U19 kvenna fyrir EM 2009.