• fös. 01. feb. 2008
  • Landslið

Æft tvisvar sinnum í dag

Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerir sig kláran fyrir æfingu á Möltu þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á æfingamóti
Gunnar_Heidar_a_Moltu

Karlalandsliðið er statt á Möltu um þessar mundir þar sem liðið tekur þátt í æfingamóti.  Fyrsti leikur liðsins er við Hvíta Rússland á morgun, laugardag.  Þessar þjóðir hafa ekki áður mæst í A-landsleik karla.

Tvær æfingar verða í dag hjá landsliðinu og er æft á æfingasvæði við hlið þjóðarleikvangsins en allir leikir mótsins fara fram á þeim velli.  Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom til Möltu í gærkvöldi og var mættur á æfingu snemma í morgun.  Hann var að gera sig kláran fyrir æfinguna þegar að búningastjórinn árvökuli, Björn Ragnar Gunnarsson, smellti af honum mynd.  Aðstæður eru með ágætasta móti á Möltu, u.þ.b. 15 stiga hiti en vellirnir frekar harðir.

Ísland og Hvíta Rússland hafa ekki mæst áður í A-landsleik karla en þessar þjóðir mætast í fyrsta leik æfingamótsins á laugardag.  Að auki taka þátt í mótinu, heimamenn í Möltu og Armenar.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson gerir sig kláran fyrir æfingu á Möltu þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á æfingamóti