• lau. 02. feb. 2008
  • Landslið

Leikið við Hvíta Rússland í dag kl. 14:00

Allir eru þeir ættaðir að norðan, Aron Einar Gunnarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason
Nordanmenn_a_Moltu

Ísland og Hvíta Rússland mætast í dag kl. 14:00 en leikurinn er liður í æfingamóti sem fram fer á Möltu.  Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og eru þrír nýliðar sem byrja leikinn í dag.

Nýliðarnir sem byrja í dag eru þeir Stefán Logi Magnússon, Aron Einar Gunnarsson og Bjarni Þór Viðarsson.

Byrjunarliðið er þannig skipað:(4-5-1)

Markvörður:  Stefán Logi Magnússon

Hægri bakvörður:  Birkir Már Sævarsson

Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðverðir:  Bjarni Guðjónsson og Atli Sveinn Þórarinsson

Tengiliðir:  Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason, fyrirliði og Bjarni Þór Viðarsson

Hægri kantur:  Theodór Elmar Bjarnason

Vinstri kantur: Tryggvi Guðmundsson

Framherji: Helgi Sigurðsson

Þeir Fjalar Þorgeirsson og Sverrir Garðarsson eru fyrir utan hóp í leiknum í dag.

Strax á eftir leik Íslendinga og Hvít Rússa leika heimamenn í Möltu á móti Armeníu og er það Magnús Þórisson sem dæmir þann leik.

Aðstæður er sem fyrr góðar en heldur er heitara í dag heldur en síðustu daga og er búist við að hitinn verði yfir 20 stig á meðan leik stendur.

Ísland - Hvíta Rússland

Leikurinn er hafinn á þjóðarleikvangi Möltu, aðstæður fínar og völlurinn mýkri heldur en æfingavöllur íslenska liðsins.  Hitinn er 19 gráður á leikvellinum.  Leikurinn fer rólega af stað, bæði lið að þreifa fyrir sér.  Hvít Rússar fengu fyrstu hornspyrnu leiksins eftir um 10 mínútna leik og fyrsta hornspyrna Íslendinga kom eftir 12 mínútur.  Engin færi hafa litið dagsins ljós á fyrstu 15 mínútunum.

Ísllenska liðið hefur tekið yfirhöndina í leiknum og eru líklegra liðið.  Nokkrar góðar sóknir hafa litið dagsins ljós en færin látið á sér standa.  Eitt þokkalegt færi hefur þó litið dagsins ljós en eftir hálftíma leik er staðan ennþá 0-0.

Hvít Rússar eru komnir yfir eftir 32. mínútna leik.  Skot frá vítateigslínu hafnaði efst í horninu fjær, óverjandi fyrir Stefán Loga í markinu.  Fysta skot Hvíta Rússlands á markið í leiknum.  Ísllenska liðið hefur haft yfirhöndina í leiknum, spurning hvernig þeir bregðast við þessu marki?  Ísland - Hvíta Rússand 0-1.

Staðan er 0-1 í hálfleik.  Íslendingar hafa verið betri aðilinn í leiknum og héldu áfram yfirhöndinni eftir að hafa fengið á sig markið.  Theodór Elmar fékk ágætis færi stuttu eftir markið en besta færi Íslendinga fékk Tryggvi Guðmundsson í uppbótartíma en markvörðurinn varði frá honum úr úrvals færi.  Ein breyting verður gerð á liðinu í hálfleiknum, Baldur Aðalsteinsson kemur inn fyrir Theodór Elmar Bjarnason.

Seinni hálfleikurinn byrjar ekki vel, Hvít Rússar bæta öðru marki sínu við með skoti af um 30 metra færi.  Ísland - Hvíta Rússlandi 0-2.

Síðari hálfleikur hefur verið tíðindalítill ef frá er skilið markið í byrjun hálfleiksins.  Leikurinn fer að mestu fram á miðjum vellinum og engin marktækifæri sem teljast geta.  Hvít Rússar eru því enn með tveggja marka forystu þegar 20 mínútur eru eftir.

Leiknum er lokið með sigri Hvít Rússa, 0-2.  Íslenska liðið hresstist mjög á lokakaflanum og átti Helgi Sigurðsson gott skot að marki sem markvörður Hvít Rússa varði og hann var aftur vel á verði þegar að Gunnar Heiðar Þorvaldsson fékk gott færi á 85. mínútu.

Á myndinni sem fylgir má sjá fjóra Norðlendinga standa þétt saman og var búningastjórinn síkviki, Björn Ragnar Gunnarsson, ekki lengi að smella mynd af þessum fríða flokki.  Frá vinstri eru þetta: Aron Einar Gunnarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason.

Allir eru þeir ættaðir að norðan, Aron Einar Gunnarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason