• lau. 09. feb. 2008
  • Ársþing

62. ársþingi KSÍ lokið

Stjórn KSÍ eftir ársþingið 2008
Arsting_2008_stjorn_KSI

62. ársþingi KSÍ er lokið en þingið fór fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Geir Þorsteinsson sleit þinginu og þakkaði sérstaklega þeim Ástráði Gunnarssyni og Halldóri B. Jónssyni fyrir þeirra farsælu störf til handa íslenskrar knattspyrnu en þeir stigu báðir úr stjórn KSÍ á þessu þingi.  Þeir Rúnar Arnarson og Þórarinn Gunnarsson voru kjörnir í stjórn KSÍ.

Þá var Sigvaldi Einarsson kjörinn í varastjórn KSÍ en hann tekur þar sæti Þórarins Gunnarsonar.

Stjórn KSÍ eftir ársþingið 2008

Mynd: Stjórn KSÍ, varamenn og landshlutafulltrúar eftir ársþing KSÍ 2008.  Efsta röð frá vinstri: Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, Guðmundur Ingvason, Einar Friðþjófsson, Kjartan Daníelsson, Björn Friðjófsson og Sigvaldi Einarsson.  Miðröð frá vinstri: Jakob Skúlason, Þórarinn Gunnarsson, Jóhannes Ólafsson, Stefán Geir Þórisson, Vignir Þormóðsson og Rúnar Arnarson.  Neðsta röð frá vinstri: Jón Gunnlaugsson, Guðrún Inga Sívertsen, Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Ingibjörg Hinriksdóttir og Lúðvík Georgsson.