• lau. 24. feb. 2024
  • Ársþing

Ný stjórn KSÍ hefur verið mynduð

Ný stjórn KSÍ hefur verið mynduð. Sjö manns voru í framboði um fjögur laus sæti í stjórn.

Eftirtaldir voru í framboði um þessi fjögur sæti og skiptust atkvæðin á eftirtalinn hátt:

  • Ingi Sigurðsson - 100 atkvæði
  • Pálmi Haraldsson - 84 atkvæði
  • Pétur Marteinsson - 39 atkvæði
  • Sigfús Ásgeir Kárason - 73 atkvæði
  • Sigurður Örn Jónsson - 42 atkvæði
  • Sveinn Gíslason - 76 atkvæði
  • Þorkell Máni Pétursson - 114 atkvæði

Eftirtaldir munu sitja í stjórn KSÍ til næstu tveggja ára:

  • Ingi Sigurðsson
  • Pálmi Haraldsson
  • Sveinn Gíslason
  • Þorkell Máni Pétursson
 Tveggja ára kjörtímabili eftirtalinna í stjórn KSÍ lauk rétt í þessu:
  • Borghildur Sigurðardóttir
  • Ívar Ingimarsson
  • Sigfús Ásgeir Kárason
  • Pálmi Haraldsson
Auk Inga, Pálma, Sveins og Þorkels Mána sitja Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson í stjórn og lýkur kjörtímabili þeirra í febrúar 2025.