• mán. 11. feb. 2008
  • Ársþing

Þrír einstaklingar sæmdir gullmerki KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Í tengslum við 62. ársþing KSÍ voru þrír einstaklingar sæmdir gullmerki KSÍ fyrir störf þeirra til handa íslenskrar knattspyrnu.  Þetta voru þeir Ástráður Gunnarsson, Bjarni Felixson og Reynir Ragnarsson sem voru sæmdir merkjunum.

Ástráður hætti nú í stjórn KSÍ eftir 11 ára setu þar en Ástráður hefur verið viðloðandi knattspyrnu í áratugi.  Þeir Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður og Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, hafa unnið mikið og gott starf fyrir íslenska knattspyrnu og er öllum þessum heiðursmönnum færðar þakkir Knattspyrnusambands Íslands fyrir þeirra framlag.