• mið. 05. mar. 2008
  • Landslið

FIFA fjölgar dómurum á nokkrum leikjum á Algarve

Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi
Domarar_i_urslitum_U19_kvenna

FIFA mun vera nota Algarve Cup sem tilraunamót fyrir nýjung í dómaramálum.  Á nokkrum leikjum á Algarve Cup verða dómararnir sex talsins í stað fjögurra.  Ekki verður gefið upp fyrirfram á hvaða leikjum þetta kerfi verður notað.

Þessir tveir aukaaðstoðardómarar verða fyrir aftan sitt hvort markið og munu einbeita sér að brotum innan vítateigs.  Ekki verða þeir með flautu heldur verða í sambandi við hina dómara leiksins í gegnum samskiptabúnað.  Þetta kerfi verður svo notað á öllum leikjum á HM U20 kvenna sem fram fer í Chile síðar á árinu.

44 dómarar munu starfa á Algarve Cup og koma dómararnir frá öllum heimshornum.