• þri. 18. mar. 2008
  • Landslið

U19 kvenna leikur gegn Írum

Íslenski U19 hópurinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U19 kvenna á Íslandi.
Islensku_U19_hopurinn

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp til þess að leika tvo vináttulandsleiki gegn Írum nú í lok mars.  Leikirnir fara fram 28. og 30. mars og verða leiknir í Dublin.

Leikir þessir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM sem leikinn verður í Belgíu í apríl.  Ísland er þar í riðli með heimastúlkum, Póllandi og Englandi.

Írska liðið undirbýr sig fyrir milliriðlana líkt og íslenska liðið og báðar þessar þjóðir sigruðu í öllum sínum leikjum í undariðlunum.  Ísland lagði Grikkland, Portúgal og Rúmeníu í undakeppninni en Írar báru sigurorð af Króatíu, Slóvakíu og Sviss.

Hópur

Dagskrá