• mið. 16. apr. 2008
  • Landslið

Hópurinn hjá U19 kvenna er leikur í Belgíu

Byrjunarlið U19 kvenna í sigurleik gegn Írum í vináttulandsleik í mars 2008
Byrjunarlid_U19_kvenna_gegn_Irum

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli fyrir EM 2008.  Andstæðingar Íslands í riðlinum eru, auk heimastúlkna, Pólland og England.

Leikið verður við Belgíu 24. apríl og við Pólland, 26. apríl.  Lokaleikurinn er svo við England, þriðjudaginn 29. apríl.  Riðillinn er sterkur en Pólland og England léku í síðustu úrslitakeppni þessa aldursflokks er fram fór hér á landi síðasta sumar.  Enska liðið hafnaði þá í öðru sæti eftir framlengdan úrslitaleik við Þjóðverja.

Efsta þjóð riðilsins tryggir sér svo sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Frakklandi í júlí en milliriðlarnir eru sex talsins.  Sú þjóð er verður með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum sex kemst inn sem sjöunda þjóðin og sú áttunda verða gestgjafar Frakka.

Hópurinn

Dagskrá