• þri. 12. ágú. 2008
  • Landslið

Hópurinn gegn Aserbaídsjan tilkynntur

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Aserbaídsjan 20. ágúst.  Valið var kynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, þriðjudag.

Tveir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Hólmar Örn Rúnarsson úr Keflavík og Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki.  Hólmar Örn hefur reyndar einu sinni áður verið í landsliðshópnum, gegn Spánverjum í undankeppni EM 2008, en hann kom þó ekki við sögu í þeim leik.  Jóhann, sem leikið hefur einn U21 landsleik, verður 18 ára síðar á þessu ári og var á dögunum valinn besti leikmaður umferða 8-14 í Landsbankadeild karla.

Auk þeirra Jóhanns og Hólmars koma fjórir aðrir leikmenn í hópnum frá íslenskum félagsliðum.  Bjarni Ólafur Eiríksson og Kjartan Sturluson frá Val, Stefán Logi Magnússon frá KR og Marel Baldvinsson frá Breiðabliki.

Þeir leikmenn í hópnum sem ekki eru nýliðar hafa allir komið við sögu í a.m.k. einum landsleik á árinu.

Landsliðshópurinn gegn Aserbaidsjan

Orðsending frá ritstjóra: 

Ritun á landaheiti Aserbaídsjans er skv. Íslenskri málstöð.