• mið. 20. ágú. 2008
  • Landslið

Tap hjá U21 karla gegn Dönum

Byrjunarlið U21 karla gegn Austurríki í Grindavík 2007
JGK_6578

Strákarnir í U21 karla þurftu að lúta í lægra haldi gegn Dönum í vináttulandsleik á KR velli í dag.  Lokatölur urðu 2-0 fyrir Dani eftir að þeir leiddu í hálfleik, 1-0.  Leikurinn var lokaundirbúningur íslenska liðsins fyrir síðustu leikina í undankeppni fyrir EM 2009.

Danir sóttu töluvert meira gegn ungu liði Íslendinga sem gekk illa að skapa sér marktækifæri.  Danir komust yfir á 42. mínútu og skömmu síðar björguðu Íslendingar á marklínu.  Þannig var staðan er flautað var til leikhlés og Danir höfðu áfram undirtökin í síðari hálfleik en allir sjö varamenn íslenska liðsins komu við sögu í leiknum.  Annað mark Dana kom úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik og þar við sat á KR vellinum í dag.

Næsta verkefni íslensku strákana er leikur gegn Austurríki ytra þann 5. september en lokaleikur íslenska liðsins verður hér heima 9. september þegar leikið verður við Slóvakíu.