• fim. 21. ágú. 2008
  • Landslið

Fjöldi Skota á leið til landsins

Kátir Skotar á leið á völlinn
Skoskir_ahorfendur

Mikill áhugi Skota er á leik Íslands og Skotlands sem fram fer á Laugardalsvelli 10. september næstkomandi og er fyrsti heimaleikur Íslands í undankeppni HM 2010.  Nú þegar hefur KSÍ selt Knattspyrnusambandi Skotlands um 1500 miða á þennan leik og er mikil eftirspurn eftir miðum hjá Skotum.

Það verður því verðugt verkefni fyrir íslenska áhorfendur að kveða káta Skota í kútinn en skoskir áhorfendur setja ætíð skemmtilegan svip á leiki Skotlands.  Miðasala á leikinn er í gangi á midi.is og er um að gera að tryggja sér miða í tíma á þennan fyrsta heimaleik íslenska liðins í undankeppni fyrir HM í Suður Afríku 2010.