• fim. 21. ágú. 2008
  • Landslið

Miðasala á Holland - Ísland

Heimavöllur Feyenoord í Rotterdam, De Kuip
De_Kuip_i_Rotterdam

Í dag hófst miðasala á leik Hollands og Íslands hér á síðunni en sá leikur fer fram Rotterdam þann 11. október næstkomandi.  Leikurinn er liður í undankeppni HM 2010 en Ísland hefur þar leik gegn Norðmönnum í Osló, 6. september og stendur miðasala yfir á þann leik.  Miðaverð á leikinn er 3.000 krónur.

Holland er ein af stóru þjóðunum í knattspyrnunni og margir stórkostlegir knattspyrnumenn leika með hollenska landsliðinu. Þá eru stuðningsmenn Hollands gríðarlega litríkir og fjörugir og eru fá landslið í Evrópu sem fá jafn góðan stuðning og Hollendingar. Það er upplagt fyrir Íslendinga að mæta á völlinn í Rotterdam og styðja sína menn og upplifa í leiðinni stemmningu eins og hún gerist hvað best.

Miðasala á leik Frakklands og Íslands í undankeppni EM kvenna hefst mjög bráðlega og verður hægt að kaupa miða á þann leik einnig hér á síðunni.  Miðinn á þann leik mun kosta 1.500 krónur.

Miðasala á Holland - Ísland 11. október