• þri. 26. ágú. 2008
  • Landslið

Miðasala hafin á Frakkland - Ísland

Áhorfendur á Frakkaleiknum fagna sigri
Island_Frakkland_kv_16juni_2007_sigrifagnad_ahorf

Þann 27. september leikur kvennalandsliðið sinn mikilvægasta leik til þessa þegar þær mæta Frökkum í undankeppni EM 2009.  Þetta er úrslitaleikur um hvor þjóðin tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM 2009 en hún fer fram að þessu sinni í Finnlandi. 

Það getur reynst stelpunum dýrmætt að fá góðan stuðning af pöllunum og eru allir þeir sem eiga þess kost hvattir til þess að mæta á Henri Desgrange völllinn í La Roche-Sur-Yon, laugardaginn 27. september, og styðja stelpurnar á EM.  Miðinn á leikinn kostar 1.500 krónur.

Miðasölu á leikinn hér á síðunni, lýkur föstudaginn 19. september.

Miðasala Frakkland - Ísland