• fös. 03. okt. 2008
  • Landslið

Dregið í umspili í EM kvenna kl. 10:00 á mánudaginn

Merki EM 2009 í Finnlandi UEFA kvenna
Merki_EM_2009_i_Finnlandi_UEFA

Á mánudaginn verður dregið í umspili fyrir EM kvenna 2009.  Ísland er í pottinum og er í A flokki og mun dragast gegn gegn þjóð úr B flokki.  Þjóðirnar þar eru Tékkland, Írland, Slóvenía og Skotland en Ísland getur ekki dregist gegn Slóveníu þar sem þessar þjóðir voru saman í riðli.

Í A flokki eru:

  • Ítalía (Riðill 2)
  • Ísland (Riðill 3)
  • Úkraína (Riðill 5)
  • Rússland (Riðill 6)

Í B flokki eru:

  • Tékkland (Riðill 1)
  • Írland (Riðill 2)
  • Slóvenía (Riðill 3)
  • Skotland (Riðill 5)

Í C flokki eru:

  • Spánn (Riðill 1)
  • Holland (Riðill 4)

Ljóst er að þjóðirnar í C flokki munu mætast innbyrðis.  Dregið verður dregin þjóð úr B flokki og leika þær þjóðir heimaleikinn á undan. Mótherjarnir verða svo dregnir úr A flokki en þær þjóðir er léku saman í undanriðlunum geta ekki lent saman í umspilinu.  Þannig geta Íslendingar ekki lent á móti Slóveníu, Ítalir ekki gegn Írum og Úkraína og Skotar geta ekki lent saman.

Þetta verður allt ljóst rétt upp úr 10 á mánudagsmorgun og verður Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, fulltrúi Íslands á staðnum.