• lau. 11. okt. 2008
  • Landslið

Jafntefli í hörkuleik gegn Svíum hjá U19 karla

U19 landslið karla
ksi-u19karla

Strákarnir í U19 hófu leik í dag í undankeppni EM en leikið er í Makedóníu.  Fyrsti leikurinn var við Svía og lauk honum með jafntefli, 3-3, eftir mikinn hörkuleik.  Svíar leiddu í hálfleik, 2-1.

Það voru Svíar sem byrjuðu betur og komust yfir á 18. mínútu og bættu svo við öðru marki á 43. mínútu.  Á lokamínútu fyrri hálfleiks náði Björn Bergmann Sigurðarson að minnka muninn og þannig stóð í hálfleik.

Íslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af krafti og á 56. mínútu jafnaði Jóhann Berg Guðmundsson metin með marki úr vítaspyrnu.  Þeir voru ekki hættir og á 82. mínútu kom Björn Bergmann Sigurðarson Íslendingum yfir með sínu öðru marki.  Svíum tókst hinsvegar að jafna metin með marki á 89. mínútu og þar við sat.  Ákveðin vonbrigði að fá jöfnunarmark á sig í lokin en mikill styrkur sem liðið sýndi með því að komast yfir eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Íslendingar mæta Austurríki í öðrum leik sínum í riðlinum og fer sá leikur fram á mánduaginn kl. 12:00 að íslenskum tíma

Leikskýrsla