• sun. 12. okt. 2008
  • Landslið

Jafntefli gegn Aserum hjá U17 kvenna

U17 landslið kvenna
ksi-u17kvenna

Stelpurnar í U17 kvenna léku lokaleik sinn í dag í undankeppni EM hjá U17 kvenna en leikið var á Ítalíu.  Mótherjarnir voru frá Aserbaídsjan og urðu úrslitin markalaust jafntefli. 

Liðið lék þrjá hörkuleiki í riðlinum en gekk illa fyrir framan mark andstæðingana því ekki tókst að koma boltanum í markið.  Þetta var einnig sagan í leiknum í dag gegn Aserum en íslenska liðið var sterkari aðilinn án þess að ná að sýna fram á það á markatöflunni.

Liðið fékk aðeins á sig 2 mörk í riðlinum en það dugði einungis til eins stigs þar sem markaskónir urðu eftir heima.  Liðið lék engu að síður vel á köflum en það dugði ekki til þess að komast áfram.  Frakkar sigruðu í riðlinum með því að leggja Ítala að velli í dag með fjórum mörkum gegn engu.

Riðillinn