• þri. 21. okt. 2008
  • Fræðsla

Unglingadómaranámskeið á Sauðárkróki

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Næstkomandi fimmtudag, 23. október, verður haldið unglingadómaranámskeið í Bóknámshúsi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og hefst námskeiðið kl. 11:20 og stendur til kl. 14:30 með matarhléi. 

Unglingadómaranámskeiðið er í formi fyrirlesturs og heimanáms.  Viku síðar gangast þátttakendur svo undir unglingadómaraprófið sjálft.

Námskeiðið er frítt en aldurstakmark á námskeiðið er 15 ár og öllum opið.

Þátttakendur skrái sig á magnus@ksi.is.