• fös. 07. nóv. 2008
  • Landslið

Sjálfboðaliðar óskast á EM í Finnlandi 2009

Leikvangurinn í Tampere
765078_mediumsquare[1]

Mótshaldarar EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi óska eftir sjálfboðaliðum til þess að starfa í kringum mótið en sem kunnugt er tryggði íslenska landsliðið sér sæti þar á dögunum.  Leikið verður í fjórum borgum í Finnlandi, Helsinki, Lahti, Turku og Tampere.  Mótið fer fram dagana 23. ágúst til 10. september.

Sjálfboðaliðar inna ýmis störf af hendi og óskað er eftir að umsækjendur séu 18 ára og eldri og tali ensku.

Umsóknarferlinu lýkur 15. júní 2009 en áhugasamir skulu senda tölvupóst á juha.tuominen@weuro2009.palloliitto.fi.

Keppnin á uefa.com