• þri. 18. nóv. 2008
  • Landslið

Landsliðfyrirliðinn ánægð að mæta Frökkum

Katrín Jónsdóttir
Katrin_Jonsdottir_2008

Þegar heimasíðan náði tali af landsliðsfyrirliðanum, Katríni Jónsdóttur, var hún full eftirvæntingar fyrir úrslitakeppnina.  "Það er ljóst að B og C riðlarnir eru gríðarlega sterkir og í rauninni sama í hvorum riðlinum við myndum lenda í þar.  A riðilinn virðist veikastur á pappírnum en Finnar og Danir eru með mjög góð lið"

Katrín segir að í keppni sem þessari séu engir leikir auðveldir.  "Ég er mjög ánægð að mæta Frökkum, við höfum harma að hefna gegn þeim og þarna er gott tækifæri.  Það eru töluverðar breytingar á norska liðinu, það eru sjö leikmenn sem hafa verið í hópnum hjá þeim undanfarið að hætta og því er þetta ágætur tími til að mæta þeim.  Norska liðið er engu að síður gríðarlega sterkt.  Það er svo bara gott að mæta Þjóðverjum í riðlakeppninni, við fáum þær þá ekki aftur fyrr en í úrslitaleiknum aftur" sagði Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði og var hvergi banginn.

Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Frökkum, mánudaginn 24. ágúst í Tampere.