• þri. 16. des. 2008
  • Landslið

Trans World Sport og knattspyrna kvenna á Íslandi

Kvennalandslidid_2008
Kvennalandslidid_2008

Í sumar komu hér aðilar frá hinum kunna íþróttaþætti Trans World Sport og kynntu sér knattspyrnu kvenna á Íslandi.  Fjölluðu þeir um þróun hennar hér á landi og hvernig það gat gerst að svo fámenn þjóð væri á þröskuldi þess að komast í úrslitakeppni EM(umfjöllunin var gerð stuttu fyrir leik Frakklands og Íslands)

Trans World Sport er íþróttaþáttur sem hefur verið við lýði í 21 ár og fjallar þessi vikulegi þáttur um allt á milli himins og jarðar er snertir íþróttir.  Rætt er við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur í þættinum.

Hægt er að sjá umfjöllunina hér á síðunni.

Umfjöllun Trans World Sport