• fös. 06. feb. 2009
  • Ársþing

Ársreikningur KSÍ 2008 birtur

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Knattspyrnusamband Íslands birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2008.   Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2008 námu um 871 milljónum króna samanborið við 434 milljónir króna á árinu 2007.  Aukningin skýrist af stórauknum tekjum erlendis frá.  Rekstrarkostnaður sambandsins er nánast á áætlun nema hvað varðar kostnað við landslið, þá aðallega A-landslið karla og kvenna sem var töluvert hærri heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir enda verkefni þeirra bæði fleiri og kostnaðarsamari vegna veikingu íslensku krónunnar. 

Rekstrarhagnaður ársins nemur 279 milljónum króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 25 milljón króna tapi.

Stjórn KSÍ ákvað á árinu að tvöfalda styrki og framlög til  aðildarfélaga sinna og nema þau  á árinu 2008 um 64 milljónum króna. Hagnaður KSÍ fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nemur 214 milljónum króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 59 milljón króna tapi.  

Erlend lán sem tekin voru vegna byggingarframkvæmda á Laugardalsvelli reyndust KSÍ erfið á rekstrarárinu og er gjaldfært gengistap vegna þeirra um 389 milljónir króna. Tap ársins 2008 varð því um 163 milljónir króna.

Í kjölfar falls bankanna í október hóf KSÍ aðgerðir til þess að styrkja lausafjárstöðu sína og minnka gengisáhættu.

Þrátt fyrir hið mikla gengistap er staða KSÍ traust um áramót, lausafjárstaða betri en nokkru sinni fyrr, handbært fé tæpar 650 milljónir króna og eigið fé 184 milljónir króna.

Ársreikningur

Ársskýrsla KSÍ 2008

Hér að neðan má sjá ársskýrslu KSÍ fyrir starfsárið 2008.

Ársskýrsla

Fjárhagsáætlun KSÍ fyrir 2009

Hér að neðan má sjá fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2009.

Fjárhagsáætlun