• mán. 09. feb. 2009
  • Landslið

Miðasala á Skotland - Ísland hafin

Heimavöllur Skota, Hampden Park í Glasgow
Hampden_Park

Í dag hófst miðasala á landsleik Skotland og Íslands í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikurinn fer fram á hinum glæsilega Hampden Park í Glasgow, miðvikudaginn 1. apríl næstkomandi.

Það er jafnan mikil stemning og gleði er fylgir skoska landsliðinu og er enginn svikinn af því að upplifa að fara á landsleik á Hampden Park.

Þjóðirnar hafa báðar hlotið fjögur stig í riðlinum, Skotar eftir þrjá leiki en Íslendingar eftir fjóra leiki.  Það má því búast við hörkuleik og frábærri stemningu í Glasgow 1. apríl næstkoandi.

Íslendingum gefst kostur á að kaupa miða á leikinn hér á síðunni og kostar miðinn 4.500 krónur. Hægt er að sækja miðana á skrifstofu KSÍ eða láta senda þá heim en þá bætast við 1.000 krónur við í sendingakostnað.

Miðasala Skotland - Ísland