• þri. 17. mar. 2009
  • Landslið

Burley velur 26 leikmenn í skoska hópinn

Kris Commons hefur verið í feiknaformi á þessu tímabili með breska stórliðinu Derby County
Kris_Commons

George Burley, landsliðsþjálfari Skotlands, hefur valið 26 leikmenn í hóp sinn fyrir leiki gegn Hollandi 28. mars og Íslandi, miðvikudaginn 1. apríl.  Skotar leika gegn Hollendingum  í Amsterdam en leikurinn við Ísland verður á Hampden Park.  Skotar unnu Íslendinga hér á Laugardalsvellinum á síðasta ári, 1-2.

Burley er með nokkuð leikreynt lið í höndunum og fátt sem kemur á óvart í vali hans.  Í hópnum eru nokkrir leikmenn sem hafa verið meiddir að undanförnu og treystir Burley á að þeir verði búnir að jafna sig fyrir þessa leiki.  Þeirra á meðal eru markvörðurinn Craig Gordon hjá Sunderland, bakvörðurinn Alan Hutton hjá Tottenham og hinn skeinuhætti Kris Commons hjá Derby County.

Fjórir leikmenn hópsins leika með félögum í ensku úrvalsdeildinni, tíu leikmenn leika í ensku Championship deildinni og tólf leikmenn leika með félögum í Skotlandi.

Hópinn skipa eftirfarandi leikmenn:

Markverðir

  • Craig Gordon (Sunderland)
  • Allan McGregor (Rangers)
  • David Marshall (Norwich City)

Varnarmenn

  • Graham Alexander (Burnley)
  • Darren Barr (Falkirk)
  • Christophe Berra (Wolves)
  • Kirk Broadfoot (Rangers)
  • Gary Caldwell (Celtic)
  • Alan Hutton (Tottenham Hotspur)
  • Jamie McAllister (Bristol City)
  • Stephen McManus (Celtic)
  • Gary Naysmith (Sheffield United)
  • David Weir (Rangers)

Miðjumenn

  • Scott Brown (Celtic)
  • Kris Commons (Derby County)
  • Barry Ferguson (Rangers)
  • Darren Fletcher (Manchester United)
  • Paul Hartley (Celtic)
  • James Morrison (WBA)
  • Gavin Rae (Cardiff City)
  • Gary Teale (Derby County)

Framherjar

  • David Clarkson (Motherwell)
  • Steven Fletcher (Hibernian)
  • Chris Iwelumo (Wolves)
  • Ross McCormack (Cardiff City)
  • Kenny Miller (Rangers)

Staðan í riðlinum