• fös. 31. júl. 2009
  • Landslið

Þýski hópurinn tilbúinn fyrir Finnland

Merki úrslitakeppni EM kvenna 2009 sem fram fer í Finnlandi
uefa-womens-euro-2009-nr2

Silvia Neid, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur tilkynnt þá 22 leikmenn sem leika í úrslitakeppni EM kvenna í Finnlandi.  Þýska liðið, sem flestir telja það sigurstranglegasta, er leikreynt en 16 leikmenn hópsins voru í liðinu sem varð heimsmeistari í Kína fyrir tveimur árum.  Þýska liðið, sem hefur Evrópumeistaratitil að verja, leikur í B riðli með Íslendingum, Frökkum og Norðmönnum.

Þýski hópurinn:

Markverðir: Nadine Angerer (1. FFC Frankfurt), Ursula Holl (FCR 2001 Duisburg), Lisa Weiss (SG Essen-Schönebeck).

Varnarmenn: Saskia Bartusiak (1. FFC Frankfurt), Sonja Fuss (1. FC Köln), Ariane Hingst (1. FFC Frankfurt), Annike Krahn (FCR 2001 Duisburg), Babett Peter (1. FFC Turbine Potsdam), Bianca Schmidt (1. FFC Turbine Potsdam), Kerstin Stegemann (Herforder SV).

Miðjumenn: Linda Bresonik (FCR 2001 Duisburg), Kerstin Garefrekes (1. FFC Frankfurt), Kim Kulig (Hamburger SV), Simone Laudehr (FCR 2001 Duisburg), Jennifer Zietz (1. FFC Turbine Potsdam).

Framherjar: Fatmire Bajramaj (1. FFC Turbine Potsdam), Melanie Behringer (FC Bayern München), Inka Grings (FCR 2001 Duisburg), Anja Mittag (1. FFC Turbine Potsdam), Martina Müller (VfL Wolfsburg), Célia Okoyino da Mbabi (SC 07 Bad Neuenahr), Birgit Prinz (1. FFC Frankfurt).