• lau. 15. ágú. 2009
  • Landslið

Sjö leikmenn heiðraðir fyrir landsleikjaáfanga

Stelpurnar okkar á góðri stund
DSC_7745

Eftir leik kvennalandsliða Íslands og Serbíu í undankeppni HM 2011, þar sem íslenska liðið vann glæsilegan 5-0 sigur, voru nokkrir leikmenn heiðraðir fyrir landsleikjaáfanga. 

Þóra B. Helgadóttir, Edda Garðarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Guðrún S. Gunnarsdóttir fengu allar afhenta knattspyrnustyttu í heiðursskyni fyrir að hafa leikið 50 landsleiki.  Erna B. Sigurðardóttir og Ólína G. Viðarsdóttur fengu áletrað úr fyrir að ná 25 landsleikjum.  Þá fékk Fanndís Friðriksdóttir landsliðsmerkið afhent.

KSI-sidan01

Frá vinstri:  Edda Garðarsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir.

KSI-sidan02

Ólína G. Viðarsdóttir vinstra megin og Erna. B. Sigurðardóttir hægra megin.

KSI-sidan03

Fanndís Friðriksdóttir ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen gjaldkera stjórnar KSÍ og Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ.