• mán. 17. ágú. 2009
  • Landslið

Ísland - Noregur 5. september - Miðasala hafin

Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!
studningsmenn-JGO_0385

Íslendingar og Norðmenn mætast á Laugardalsvellinum laugardaginn 5. september kl. 18:45.  Þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni HM 2010 og með sigri í leiknum tekst strákunum okkar að lyfta sér upp fyrir frændur okkar Norðmenn og senda þá þar með í botnsæti riðilsins.

Miðasala á leikinn er hafin og fer hún fram sem fyrr í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

A-landslið karla hefur mætt Noregi oftar en nokkru öðru landsliði, alls 26 sinnum, og hefur tekist að vinna 7 sinnum.  Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli, en Norðmenn hafa unnið 16 leiki.  Strákarnir okkar þurfa á stuðningi að halda og er fólk hvatt til að fjölmenna á leikinn og mynda brjálaða stemmningu. 

Mætum öll í bláu og sýnum yfirburði okkar í stúkunni!

Áfram Ísland!

Hólf á Laugardalsvelli

Verð (í forsölu til og með 4. september):
Rautt Svæði, 5.000 kr (4.500 í forsölu)
Blátt Svæði, 3.500 kr (3.000 í forsölu)
Grænt Svæði, 1.500 kr (1.000 í forsölu)