• lau. 05. sep. 2009
  • Landslið

Baldur og Bjarni Ólafur í hópinn fyrir Georgíuleikinn

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli 6. júní 2009 í undankeppni HM 2010
Island-Holland_06062009

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá Baldur Sigurðsson úr KR og Bjarna Ólaf Eiríksson úr Val í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á miðvikudaginn.  Koma þeir í stað Sölva Geirs Ottesen, Eiðs Smára Guðjohnsen og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar.  Sölvi Geir á við nárameiðsli að stríða en Ólafur ákvað að gefa Eiði Smára og Brynjari frí í þessum leik.  Eiður er að koma sér fyrir hjá nýju liði í nýrri borg og Brynjar á framundan mikla leikjatörn með sínu liði Reading í hinni skemmtilegu Championship deild í Englandi.

Þá munu þeir Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason halda utan í fyrramálið með U21 karla sem leikur gegn Norður Írlandi í riðlakeppni EM á þriðjudag.  Hinsvegar verður Pálmi Rafn Pálmason tiltækur en hann var í leikbanni í leiknum gegn Noregi.

Leikurinn gegn Georgíu hefst kl. 19:30, miðvikudaginn 9. september, á Laugardalsvelli.