• þri. 08. sep. 2009
  • Landslið

U21 karla leikur gegn Norður Írum - Byrjunarliðið tilkynnt

Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.
U21 gegn Tékklandi ágúst 2009

Strákarnir í U21 karla leika í kvöld við Norður Íra en leikið er ytra á Coleraine Showgrounds vellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og er liður í riðlakeppni fyrir EM 2011.  Þetta er annar leikur U21 karla í þessum riðli en í fyrsta leiknum töpuðu þeir á heimavelli gegn Tékkum.

Tékkar og Norður Írar áttust einmitt við síðastliðinn föstudag í Tékklandi og höfðu Tékkar þá betur með tveimur mörkum gegn engu.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt í leiknum og er það þannig skipað.

Markvörður: Haraldur Björnsson

Aðrir leikmenn: Jón Guðni Fjóluson, Skúli Jón Friðgeirsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Bjarni Þór Viðarsson, Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Rúrik Gíslason fyrirliði.