• fös. 25. sep. 2009
  • Landslið

Keppni í milliriðlum bíður U19 kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september
U19 kv gegn Portúgal sept 2009

Stelpurnar í U19 báru sigurorð af Rúmenum í gær en leikurinn var liður í undankeppni fyrir EM.  Lokatölur urðu 5 - 0 Íslendingum í vil eftir að staðan hafði verið 2 - 0 í hálfleik.  Stelpurnar tryggðu sér þar með sæti í milliriðlum keppninnar með því að hafna í öðru sæti riðilsins með jafnmörg stig og Sviss.

Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu í fyrri hálfleiknum.  Í þeim síðari bætti Kristín Erna öðru marki sínu við og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði svo tvö mörk í uppbótartíma.

Keppt verður svo í milliriðlum í lok mars á næsta ári en úrslitakeppnin sjálf fer svo fram í maí í Makedóníu.