• mán. 29. mar. 2010
  • Fræðsla

Grasrótarstarf KSÍ fær fjórðu stjörnuna

UEFA
uefa_merki

Framkvæmdastjórn UEFA tilkynnti á dögunum að Grasrótarstarf KSÍ hefði fengið úthlutað fjörðu stjörnunni en stjarnan er gefin m.a. fyrir átaksverkefni í knattspyrnu fyrir fatlaða.  KSÍ var samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA árið 2008 og var þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála.  Unnið er eftir stjörnukerfi og byrjar hver þjóð með eina stjörnu við inngöngu. 

Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni