• mán. 07. jún. 2010
  • Fræðsla

Opin æfing hjá Blikum

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands
kthi_logo_new

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður í samstarfi við félögin í Pepsí-deildunum í sumar um að opna aðgang að meistaraflokksæfingum. Breiðablik ríður á vaðið en fimmtudaginn 10. júni er öllum knattspyrnuþjálfurum landsins boðið að koma og fylgjast með æfingu meistaraflokks karla.

Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins mun svara spurningum í lok æfingarinnar. Æfingin hefst 17:15 og hún fer fram á grassvæðinu fyrir aftan nýju stúkuna á Kópavogsvellinum.

Stefnt  verður að því að opna fyrir æfingar hjá yngri flokkum síðar.