• þri. 08. jún. 2010
  • Fræðsla

Gróttu vantar þjálfara fyrir 5. - 7. flokk kvenna

Grótta
grotta_nytt2006

Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 5.-7.flokk kvenna sem myndi einnig gegna starfi yfirleiðbeinanda á knattspyrnuskóla félagsins nú í sumar. Eru kvenþjálfarar sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

Knattspyrnudeild Gróttu starfrækir alla karlaflokka sem í boði eru og er kvennafótboltinn í hraðri sókn. Tilvonandi þjálfari kemur til með að leiða uppbyggingu kvennastarfsins og er hugsaður sem framtíðarþjálfari hjá félaginu.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ásmundur Haraldsson yfirþjálfari á asmundur@grottasport.is, 899-8708. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á asmundur@grottasport.is.

Íþróttafræði-  eða uppeldismenntun er kostur og æskilegt að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf strax.