• þri. 13. júl. 2010
  • Fræðsla

Fótbolti í garðinum

Þeir svartklæddu eru stundum grænklæddir ...
domarimedbolta

Boðið verður upp á ókeypis fótboltaæfingar fyrir fullorðna í almenningsgörðum Reykjavíkur í júlí og ágúst. Hægt er að velja um að koma og einfaldlega bara spila eða taka þátt í æfingum undir handleiðslu þjálfara. Stefnt er að því að hafa æfingarnar 3-4 sinnum í viku.

Þjálfarar á æfingunum eru Daði Rafnsson (KSÍ A) og Hans Sævarsson (KSÍ B) sem eru báðir með áralanga reynslu af þjálfun. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Knattspyrnusambandi Íslands. Allar upplýsingar og dagskrá má finna á Facebook síðunni, Fótbolti í garðinum.

Dagkrá vikunnar:

Þriðjudagurinn 13. júlí - 12.15-13.30 í Hljómskálagarðinum

Fimmtudagurinn 15. júlí - 16.30-18.00 í Hljómskálagarðinum

Föstudagurinn 16. júlí - 12.00 - 13.30 í Hljómskálagarðinum