• þri. 20. júl. 2010
  • Landslið

U18 karla - Walesverjar lagðir á Svíþjóðarmótinu

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Strákarnir í U18 hófu í dag leik á Svíþjóðarmótinu og var leikið gegn Walesverjum.  Íslensku strákarnir fóru með sigur af hólmi, 2 - 1.  Staðan í leikhléi var 1 - 1 en það voru Walesverjar sem komust yfir á 35. mínútu.  Ingólfur Sigurðsson jafnaði metin úr vítaspyrnu aðeins þremur mínútum síðar.  Eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleik var Ingólfur aftur á ferðinni og aftur skoraði hann úr vítaspyrnu.  Þetta reyndist lokamark leiksins og íslensku strákarnir fögnuðu fínum sigri.

Alltaf gott að byrja mót með sigri en það verður erfiður róður hjá strákunum á fimmtudaginn en þá mæta þeir heimamönnum í Svíþjóð.  Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.