• mið. 11. ágú. 2010
  • Landslið

1-1 jafntefli gegn Liechtenstein

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum
Islenskir_ahorfendur

Ísland og Liechtenstein mættust í vináttulandsleik A liða karla á Laugardalsvellinum í kvöld.  Leikurinn var heldur bragðdaufur og niðurstaðan 1-1- jafntefli, sem líklegast var sanngjörn niðurstaða.  Lítið var um opin færi í leiknum, sem var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2012, sem hefst með heimaleik við Norðmenn 3. september.

Ísland leiddi í hálfleik með marki frá Rúrik Gíslasyni á 20. mínútu.  Rúrik skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir A-landsliðið með góðu skoti sem fór í stöngina og inn.  Gestirnir jöfnuðu svo í síðari hálfleik, skallamark á fjærstöng eftir aukaspyrnu.