• mið. 11. ágú. 2010
  • Landslið

Tvíhöfði - A og U21 landslið karla leika í dag

Flottir stuðningsmenn málaðir í fánalitunum!
studningsmenn-JGO_0385

Það verður landsleikjatvíhöfði í dag, miðvikudag, þar sem A og U21 landslið karla eru bæði í eldlínunni. 

U21 karla ríður á vaðið kl. 16:15 með leik sínum við Þjóðverja í undankeppni EM 2011 og fer sá leikur fram á Kaplakrikavelli.  Þessi leikur er afar mikilvægur, því með sigri getur íslenska liðið tryggt sér a.m.k. 2. sæti riðilsins og þar með slegið Þjóðverja úr keppni og jafnframt átt góðan möguleika á að komast í umspil.

Á Laugardalsvelli mætast síðan A landslið Íslands og Liechtenstein í vináttulandsleik sem hefst kl. 19:30, og er það hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2012, sem hefst í september með heimaleik við Norðmenn og útileik við Dani.

Það er um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að skella sér á völlinn og taka jafnvel tvíhöfðann á þetta og mæta á báða leikina.  Aðgangur er ókeypis á U21 leikinn og verði á A leikinn er stillt í hóf.

Allir á völlinn og Áfram Ísland!