• þri. 17. ágú. 2010
  • Landslið

Þýskt dómaratríó á leik Íslands og Frakklands

Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011
HM_kvenna_2011

Ísland og Frakkland mætast á laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00 í toppslag riðilsins í undankeppni HM 2011.  Þýskt dómaratríó verður á leiknum, Hvít-rússneskur eftirlitsmaður og tékkneskur dómaraeftirlitsmaður.  Fjórði dómarinn er hins vegar íslenskur.

Bibiana SteinhausDómari leiksins er Bibiana Steinhaus, aðstoðardómarar eru þær Marina Wozniak og Inka Müller.  Fjórði dómari er Guðrún Fema Ólafsdóttir.  Eftirlitsmaður leiksins er Sviatlana Hrynkevich og dómaraeftirlitsmaður er Jiri Ulrich.