• fim. 02. sep. 2010
  • Landslið

Getur þú hitt þverslána frá 35 metrum?

Icelandair
Icelandair-logo-stel-www

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni EM 2012, sem fram fer á föstudag, munu þrír heppnir vallargestir fá tækifæri til að spreyta sig í erfiðri þraut. 

Þrautin felst í því að spyrna knetti frá 35 metrum með það fyrir augum að hitta þverslána.  Hver og einn af þessum þremur fær aðeins eina tilraun, og vinningurinn ef það tekst er af glæsilegri tegundinni - ferð fyrir tvo útlanda með Icelandair!

Þessir þrír aðilar verða dregnir út af handahófi í gegnum miðasölukerfi Miða.is.  Haft verður samband við þá á fimmtudag, þannig að þeir geti verið klárir í slaginn rétt fyrir hálfleik á föstudag.

Aðeins verður dregið úr seldum miðum, þannig að þeir sem fá miða eftir öðrum leiðum (heiðursstúka, fjölmiðlar, samstarfsaðilar KSÍ), verða ekki í pottinum.