• fös. 16. mar. 2012
  • Fræðsla

Athygliverð rannsókn tengd vímuvarnasamningi hjá Völsungi

Völsungur
volsungur_web

KSÍ vill vekja athygli á rannsókn sem gerð var á síðasta ári er tengist vímuvarnarsamningi sem Völsungur gerði við sína iðkendur og hefur verið í gangi frá árinu 2004. Rannsóknin var unnin af Kjartani Páli Þórarinssyni.

Markmið rannsóknarinnar er að meta forvarnargildi samningsins og árangur hans til lengri tíma litið. Einnig er leitast við að komast að því hvaða viðhorf og væntingar fyrrum þátttakendur hafa til samningsins. Úrtakið samanstóð af öllum þeim iðkendum sem áttu aðild að vímuvarnasamningi við Völsung og héldu erlendis í keppnisferð á árunum 2005, 2007 og 2009 og einu foreldri hvers iðkenda.

Flestir svarenda, hvort sem er úr hópi foreldra eða iðkenda eru á þeirri skoðun að vímuvarnir séu mikilvægar og einnig er viðhorf fyrrum þátttakenda gagnvart vímuvarnasamningi Völsungs jákvætt. Því má draga þá ályktun að full þörf og vilji sé fyrir því að hafa einhvers konar vímuvarnaverkefni í gangi, sama hvaða nafni það er nefnt og undir hverra merkjum það er framkvæmt.

Rannsóknina má nálgast hér: http://volsungur.is/skrar/.pdf/v_muvarnasamningur_v_lsungs-_lokaskal.pdf