• þri. 20. mar. 2012
  • Fræðsla

Tveir nemar úr Háskóla Íslands í vettvangsnámi hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Þær Ellen Agata Jónsdóttir og Þórunn Þrastardóttir eru þessa dagana í vettvangsnámi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Þær stunda nám í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og eru á 2. ári.

Vettvangsnámið er hluti af námskeiði sem þær taka á vorönninni, það felur í sér að vera á vettvangi í 3 vikur og kynnast starfsemi á tilteknum vinnustað.

Þær hafa fengið fjölmargar kynningar frá starfsmönnum KSÍ og má þar nefna kynningu á TMS (Transfer Matching System) sem vakti mikinn áhuga.