• mið. 01. ágú. 2012
  • Fræðsla

Bikarúrslitaráðstefnur KÞÍ og KSÍ 2012

KÞÍ
KÞÍ

Í ágúst fara fram úrslitaleikir í Borgunarbikarkeppni karla og kvenna. Af því tilefni munu KÞÍ og KSÍ standa fyrir ráðstefnum í húsakynnum KSÍ sama dag og leikirnir fara fram. Nánari lýsing á innihaldi fyrirlestra og þátttökugjald verður auglýst eftir Verslunarmannahelgi. Viðvera á ráðstefnunum gefa endurmenntunarstig fyrir þjálfararéttindi KSÍ. Innifalið í þátttökugjaldinu eru léttar veitingar.

Laugardaginn 18. ágúst er úrslitaleikur í Borgunarbikar karla. Ráðstefnan verður frá 10:00-14:00.

Fram koma

Lars Lagerbeck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins
Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins
Gunnar Guðmundsson þjálfari U17 landsliðs drengja
Þjálfarar liðanna sem mætast í úrslitum

Laugardaginn 25. ágúst fer fram úrslitaleikur í Borgunarbikar kvenna. Ráðstefnan verður frá 10:00-14.00.

Fram koma

Kenneth Heiner-Möller, þjálfari kvennalandsliðs Danmerkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins
Þjálfarar liðanna sem mætast í úrslitum