• fim. 13. sep. 2012
  • Fræðsla

Knattspyrnudeild Njarðvíkur auglýsir eftir þjálfara

Njarðvík
njardvik2007litid

Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins.  Leitað er eftir einstakling með faglegan metnað og áhuga á að koma að öflugu uppbyggingarstarfi félagsins.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur býður iðkendum sínum uppá mjög góða aðstöðu til æfinga öll tímabilin þar sem félagið hefur aðgang að eigin æfingasvæði, Reykjaneshöll, íþróttahúsi og lyftingasal.

Frekari upplýsingar veitir Leifur Gunnlaugsson framkvæmdastjóri knd. Njarðvíkur í síma 862-6905.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á njardvikfc@umfn.is

Íþróttafræði- eða uppeldismenntun er kostur og æskilegt að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ.  Viðkomandi myndi hefja störf 1. október.