• fös. 14. sep. 2012
  • Fræðsla

KSÍ I þjálfaranámskeið í október 2012

Þjálfari að störfum
coaching5

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 5.-7. október og eitt helgina 12.-14. október.  Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 5.-7. október og 35 laus pláss helgina 12.-14. október.  Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Drög að dagskrá má sjá hér í viðhengi.  Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,-

Námskeiðið er opið öllum og skráning er hafin.  Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og með því að hringja í síma 510-2977.  Vinsamlegast látið eftirfarandi upplýsingar fylgja skráningu: Nafn, kennitala, félag, símanúmer og tölvupóstfang.

KSÍ 1 þjálfaranámskeið (hópur 1)