• þri. 09. okt. 2012
  • Fræðsla

KSÍ I þjálfaranámskeið 12.-14. október

Þjálfari að störfum
coaching6

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 12.-14. október. Skráning er í fullum gangi og aðeins örfá sæti laus.  Fólki er því ráðlagt að hafa hraðar hendur ef það hefur áhuga á að sækja sér þjálfaramenntun fyrir næsta sumar.

Drög að dagskrá má sjá hér að neðan.  Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 15.000.

Námskeiðið er opið öllum. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og með því að hringja í síma 510-2977.  Vinsamlegast látið eftirfarandi upplýsingar fylgja skráningu: Nafn, kennitala, félag, símanúmer og tölvupóstfang.

Dagskrá