• lau. 09. feb. 2013
  • Ársþing

67. ársþing KSÍ hafið - Fylgst með afgreiðslu tillagna

Frá ársþingi KSÍ 2013
Fra-arsthingi-KSI-2013

Ársþing KSÍ, það 67. í röðinni, var sett kl. 11:00 í morgun.  Fyrir þinginu liggja fyrir tvær tillögur.  Þessar tillögur má sjá hér að neðan og verður fylgst með hér hvernig þær verða afgreiddar.

Allar fréttir frá ársþinginu má finna hér.  Myndir frá ársþinginu sem og annarri starfsemi KSÍ má finna hér.

Tillögur á 67. ársþingi KSÍ:

7.  Lagabreytingartillaga - Fulltrúafjöldi á ársþingi - Samþykkt

8.  Breyting á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót - Úrslitakeppni 5. flokks - Vísað til Mótanefndar

Ályktunartillögur

Tillaga til ályktunar - Ferðasjóður ÍSÍ - Samþykkt

Ársþing KSÍ skorar á mennta- og menningarmálaráðherra og Alþingi að stórauka framlög í ferðasjóð ÍSÍ

Tillaga til ályktunar - Íþróttaslysasjóður ÍSÍ - Samþykkt

Ársþing KSÍ skorar á velferðarráðaherra og Alþingi að auka fjárframlög til Íþróttaslysasjóðs ÍSÍ þannig að sjóðurinn geti staðið undir endurgreiðslu kostnaðar íþróttamanna vegna sjúkraþjálfunar og læknisaðstoðar.

Tillaga til ályktunar - Útsendingaréttindi - Samþykkt

67. ársþing KSÍ mótmælir þeirri fyrirætlan mennta- og menningarmálaráðherra að setja lista yfir íþróttaviðburði sem ber að sýna í opinni útsendingu í sjónvarpi án eðlilegs endurgjalds.  Þjóðnýting útsendingaréttinda á íþróttaviðburðum sem skipulagðir eru af sérsamböndum ÍSÍ er skerðing á frelsi þeirra til að afla tekna til starfsemi sinnar.

Rekstur sérsambanda ÍSÍ byggir að mestu leyti á sjálfsaflafé, þau njóta lítilla sem engra styrkja frá stjórnvöldum.  Tekjur af útsendingarétti í sjónvarpi frá íþróttaviðburðum geta skipt sköpum í rekstri sérsambanda ÍSÍ og svo er í tilfelli KSÍ.  Það er vitanlega í þágu íþróttanna að sem flestir njóti útsendinga frá viðburðum þeim tengdum en það eitt og sér má ekki verða til þess að skerða möguleika sérsambanda til að afla sér tekna.