• mán. 25. feb. 2013
  • Landslið

A landslið kvenna - Hópurinn sem fer til Algarve

Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.
Byrjunarlidid-gegn-Sviumi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars.  Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.

Ísland leikur í B riðli og er fyrsti leikur liðsins er gegn Bandaríkjunum 6. mars.  Svíar verða svo mótherjarnir þann 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna en lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn Kína, 11. mars.  Síðasti leikur liðsins verður svo leikur um sæti en þeir leikir fara fram 13. mars.

Þjóðirnar sem leik í A riðli eru: Danmörk, Japan, Noregur og Þýskaland.  Efstu þjóðirnar í A og B riðli leika til úrslita í mótinu.  Þá er einnig leikið í C riðli en þar leika: Mexíkó, Portúgal, Ungverjaland og Wales.

Hópurinn