• þri. 04. jún. 2013
  • Landslið

U21 karla - Hópurinn kominn til Armeníu

Hrazdan völlurinn í Jerevan
Hrazdan-stadium

Strákarnir í U21 karla eru komnir til Jerevan í Armeníu þar sem leikið verður við heimamenn í undankeppni EM, fimmtudaginn 6. júní.  Liðið var komið á áfangastað í nótt eftir langt ferðalag og var tekinn göngutúr fyrri hluta dags en æft verður svo síðar í dag.

Aðstæður eru hinar ágætustu, en heitt er í Jerevan um 30 stiga hiti.  Leikið verður á Hrazdan vellinum en hann tekur rúmlega 53.000 manns í sæti. 

Þetta er fyrsti leikur Armena í riðlinum en Íslendingar lögðu Hvít Rússa á útivelli í fyrsta leik sínum.