• fös. 06. sep. 2013
  • Fræðsla

Þjálfaraferð til Mílanó með norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu

KÞÍ
KÞÍ

KÞÍ býður félagsmönnum sínum í samvinnu við norska Knattspyrnuþjálfarafélagið í námsferð til AC Milan á Ítalíu. Ferðin verður frá 1. - 4. nóvember og eru einungis örfá sæti í boði fyrir félagsmenn KÞÍ.

Ferðin kostar 685 Evrur og er í því innifalið þriggja stjörnu hótel með morgunmat, rútur og leiðsögn. Flugkostnaður Reykjavík-Milan-Reykjavík er ekki innifalið í þessu verði, en væntanlegir þátttakendur þurfa að bóka og greiða slíkt sjálfir.

Námsferðin reiknast sem 10 tíma endurmenntun UEFA B.  Fylgst er með þjálfun barna og unglingaflokka AC Milan, hugmyndafræði þeirra kynnt fyrir okkur, fylgst með þjálfun, Milan lab kynnt og skoðað, horft á leik AC Milan – Fiorentina í Serie A og margt fleira.

Umsóknarfrestur er til 18. september og einungis er hægt að sækja um á póstfangið kthi@kthi.is með ítarlegum upplýsingum um viðkomandi og skilyrt er að viðkomandi hafi greitt félagsgjald KÞÍ fyrir árið 2013.

Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um ferðina. 

http://www.trenerforeningen.no/Default.asp?layout=article&id=1711